Icelandic
Í nafni Föðurins og Sonarins og hins Heilaga Anda.
Amen.
Postuleg trúarjátning: (Apostles Creed:)
Ég trúi á Guð Föður almáttugan, skapara himins og jarðar.
Og á Jesúm Krist, hans einkason,
Drottin vorn; sem getinn er af Heilögum Anda,
fæddur af Maríu mey;
leið undir valdi Pontíusar Pílatusar,
var krossfestur, dáinn og grafinn,
sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum,
sté upp til himna,
situr við hægri hönd Guðs Föður almáttugs
og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á Heilagan Anda,
heilaga Kaþólska kirkju,
samfélag heilagra,
fyrirgefningu syndanna,
upprisu holdsins
og eilíft líf.
Amen.
SALVE REGINA (Hail, Holy Queen)
Heil Sért þú, drottning, móðir miskunnarinnar,
lífs yndi og von vor, heil sért þú.
Til þín hrópum vér, útlæg börn Evu.
Til þín andvörpum vér, stynjandi og grátandi í þessum táradal.
Talsmaður vor, lít þú miskunnarríkum augum þínum til vor
og sýn þú oss, eftir þennan útlegðartíma, Jesú,
hinn blessaða ávöxt lífs þíns,
milda, ástríka og ljúfa María mey.
Bið þú fyrir oss, heilaga Guðsmóðir.
Svo að vér verðum makleg fyrirheita Krists.
Amen.
Trúarjátningin (Nicene Creed)
Ég trúi á einn Guð
Föður almáttugan, skapara himins og jarðar,
alls hins sýnilega og ósýnilega.
Og á einn Drottin Jesúm Krist,
Guðs son eingetinn
og af föðrunum fæddur fyrir allar aldir.
Guð af Guði, ljós af ljósi, sannan Guð af sönnum Guði,
getinn, ekki gjörðan, sameðlis Föðurnum;
sem hefur gjört allt.
Sem vor mannanna vegna og vegna sáluhjálpar vorrar
sté niður af himnum.
Og fyrir Heilagan Anda íklæddist holdi
af Maríu mey og gjörðist maður.
Hann var einnig krossfestur vor vegna undir valdi
Pontíusar Pílatusar, leið og var grafinn.
Og reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum.
Sté upp til himna og situr Föðurnum til hægri handar.
Og mun koma aftur í dýrð,
til þess að dæma lifendur og dauða,
og á hans ríki mun enginn endir verða.
Og á Heilagan Anda, Drottin og lífgara,
Sem útgengur frá Föðurnum og Syninum,
og er tilbeðinn og dýrkaður ásamt Föðurnum og syninum,
og hefur talað fyrir munn spámannanna;
og á eina, heilaga, kaþólska og postulega kirkju.
Ég játa eina skírn til fyrirgefningar syndanna.
Og vænti upprisu dauðra,
og lífs um ókomnar aldir.
Amen.